Secret Solstice 2018 Sjálfboðaliðaupplýsingar

BOOK NOW BOOK NOW

Velkomin/n á sjálfboðaliðaupplýsingar Secret Solstice 2018. Hérna getur þú nálgast upplýsingar um hvað það felur í sér að vera sjálfboðaliði og kynnt þér starfið nánar.

Upplýsingar um sjálfboðastarfið:

 • Allir sjálfboðaliðar að undanskildu Listateyminu og Stuðningstarfsmönnum skipuleggjanda vinna 2 x 8 tíma vaktir fyrir hátíðararmbandinu sínu.
 • Sjálfboðaliðar í Listateyminu vinna ýmist fyrir eða eftir hátíð og hafa val um að taka 3 x 8 tíma vaktir fyrir venjulegt hátíðararmband eða 6 x 8 vaktir fyrir 2 venjuleg armbönd eða eitt V.I.P armband.
 • Þér verður séð fyrir öllum nauðsynlegum búnaðI fyrir sjálfboðahlutverkið sem þú velur.
 • Þú færð Secret Solstice sjáfboðaliðabol frá sjálfboðaliðaskráningu á hátíðarsvæði áður en þú hefur störf. Það er skylda að vera í bolnum á meðan á vakt stendur og þú færð að eiga hann eftir að þú lýkur vöktunum þínum.
 • Þú færð ítarlegan upplýsingapakka um hátíðarsvæðið og starfsskyldur fyrir hátíðina.
 • Þú færð upplýsingar um starfið og vaktirnar þínar 3 vikum (nema þú skráir þig seint) fyrir hátíðina.
 • Vinsamlegast hafðu í huga að þú gætir verið beðin/n um að aðstoða aðra sjálfboðaliðahópa eða starfsmenn ef þörf er á því.
 • Hafðu í huga að þú þarft að vera mætt/ur á vaktina þína 15-30 mínútum áður en vaktin þín hefst til þess að vera skráður inn og fá Sjálfboðaliðabandið.
 • Þú þarf að koma að skrá þig og sækja Sjálfboðaliðabandið á hverjum degi hvort sem þú ert á vakt eða ekki.
 • Þegar þú hefur lokið öllum vöktum færðu 3-daga passa á hátíðina. Þetta er gert til þess að tryggja að fólk klári vaktirnar sínar.
 • Vinsamlegast gakktu í “Sjálfboðaliðar á Secret Solstice” Facebookhópinn hér. Þar getur þú nálgast allar upplýsingar um starfið og spurt allra spurninga sem þú vilt.
 • Ef af einhverjum ástæðum þú þarft að hætta við sjálfboðastarfið, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á volunteers@secretsolstice.is. Við látum þig hafa símanúmer 3 vikum fyrir hátíð til þess að þú getir náð í umsjónarmenn sjálfboðaliða.

Hvað fá sjálfboðaliðar fyrir vinnu á Secret Solstice 2018:

 • Fyrir þátttöku í sjálfboðastarfinu færðu að launum hátíðararmband og færð nægan tíma til að njóta hátíðarinnar utan vinnu.
 • Þú færð Secret Solstice 2018 sjálfboðaliðabol til að eiga sem minjagrip.
 • Allir sjálfboðaliðar sem klára vaktirnar sínar fá meðmælavottun frá Secret Solstice fyrir ferilskránna sína.
 • Sjálboðaliðar fá að auki eftirfarandi bónusa:
 • 1 máltíð á vakt
 • Aðgang að Starfsmanna/Sjálfboðaliða hvíldarsvæði hátíðarinnar ásamt léttum veitingum.
 • Afslátt hjá völdum söluaðilum og samstarfsaðilum hátíðarinnar á og utan hátíðarinnar (nánari upplýsingar koma síðar).
 • Umsækjendur með lögheimili utan Íslands og/eða utan Stór-Reykjavíkursvæðisins (Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Bessastaðahreppur, Kjósahreppur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes) fá frían aðgang að tjaldsvæði hátíðarinnar.
 • Rent-A-Tent Sjálfboðaliðar fá 15% afslátt af fyrirfram uppsettum tjöldum og aukabúnað frá samstarfsaðilanum okkar Rent-A-Tent.
 • Sjálfboðaliðar sem búa utan Íslands fá 5% afslátt á flugum til og frá Íslandi hjá samstarfsaðilanum okkar WOWair.
 • Sjálfboðaliðar fá afslátt af bílaleigubílum hjá Europcar.

Upplýsingar um skráningu í sjálfboðaliðastarfið:

 • Skráning er opinn frá 23.janúar 2018  til 1.júní 2018 en það eru góðar líkur á því að lokað verði fyrir umsóknir fyrr þegar fullt er í allar stöður.
 • Til þess að vera staðfestur sem sjálfboðaliði verður þú að hafa greitt fyrir Sjálfboðaliðamiðann þinn. Sjálfboðaliðamiðinn er endrugreiddur eftir að þú hefur lokið vöktunum þínum. Þú verður að senda staðfestingu á kaupum á miðanum til þess að klára umsóknarferlið. Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðamiðann má lesa hér.
 • Umsækjendur búsettir erlendis verða að skila inn staðfestingu á flugupplýsingum áður en skráning er kláruð.

Fyrst við erum búinn að klára ræðuna vinsamlegast kynntu þér mögulegar stöður og umsóknareyðublöðin. Gott gengi!

SECRET SOLSTICE 2018 SJÁLFBOÐALIÐASTÖÐUR OG UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ