The Midnight Sun Festival x Iceland

Volunteer Info Icelandic

BOOK NOW BOOK NOW

Volunteer Info Icelandic

Secret Solstice 2015 Lýsingar á sjálfboðaliðahópum og upplýsingar:

Velkominn á sjálfboðaliðaupplýsingar Secret Solstice 2015. Hérna getur þú nálgast upplýsingar um hvað það felur í sér að vera sjálfboðaliði og kynnt þér starfið nánar. Við hlökkum til þáttöku þinnar.

  • Skráning er opin frá 5.Mars þangað til 5.Júní en það eru góðar líkur á því að lokað verði fyrir umsóknir fyrr þegar fullt er í allar stöður.
  • Til þess að vera staðfestur sem sjálfboðaliði verður þú að hafa greitt fyrir Sjálfboðaliðamiðann þinn. Sjálfboðaliðamiðinn er endurgreiddur eftir að þú hefur lokið vöktunum þínum. Þú verður að senda staðfestingu á kaupum á miðanum til þess að klára umsóknarferlið. (Nánari upplýsingar um miðann má finna hér.)
  • Við sendum þér hlekk til að geta keypt Sjálfboðaliðamiðann eftir skráningu. Vinsamlegast sendu staðfestingu á kaupunum á volunteers@secretsolstice.is.
  • Umsækjendur búsettir erlendis verða að skila inn skanni af vegabréfinu sínu og staðfestingu á flugupplýsingum áður en skráning er kláruð.
  • Þú færð upplýsingar um starfið og vaktirnar þínar 3 vikum (nema þú sért skráður seint) fyrir hátíðina.
  • Hafðu í huga að þú þarft að vera mættur á vaktina þína hálftíma fyrr til þess að vera skráður inn og fá Sjálfboðaliðabandið.
  • Þú þarf að koma að skrá þig og sækja Sjálfboðaliðabandið á hverjum degi hvort sem þú ert á vakt eða ekki.
  • Þegar þú hefur lokið öllum vöktum færðu 3-daga passa á hátíðina. Þetta er gert til þess að tryggja að fólk klári vaktirnar sínar.
  • Ef þú þarft að tjalda þarftu að láta okkur vita. (Einungis fyrir umsækjendur með lögheimili utan Reykjavíkur)
  • Vinsamlegast gakktu í Sjálfboðaliðar á Secret Solstice Facebookhópinn. Þar getur þú nálgast allar upplýsingar um starfið og spurt allra spurninga sem þú vilt.
  • Ef af einhverjum ástæðum þú þarft að hætta við sjálfboðastarfið, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á volunteers@secretsolstice.is. Við látum þig hafa símanúmer 3 vikum fyrir hátíð til þess að þú getir náð í umsjónarmenn sjálfboðaliða.
  • Fyrst við erum búinn að klára ræðuna vinsamlegast kynntu þér mögulegar stöður. Gott gengi!

 

Miðasala / Afhending Armbanda / Afhending annara réttinda

Í miðasölu og afhendingu armbanda seljum við miða og skiptum á miðum fyrir hátíðararmbönd, skráum gesti á gestalista, athugum og dreifum út fjölmiðlapössum og göngum úr skugga um að Listamenn, Starfsfólk og aðrir starfsmenn fái réttan passa miðað við þarfir. Þú ert fyrsta andlitið sem hátíðargestir sjá á svæðinu. Þessi sjálfboðaliðahópur er mjög mikilvægur og krefst þess að fólk sé vingjarnlegt, heiðarlegt og geti átt góð samskipti við aðra.

Vaktir: 2 x 8 tíma vaktir til þess að fá 3-daga hátíðarpassa. Ein dag og ein kvöldvakt.

Sjálfboðaliðabolur: Þarf ávallt að vera í á meðan á vakt stendur.

 

Upplýsinga- og vaktaðili á svæði (Tjaldstæði, Innan svæðis og Utan svæðis

Þessi mikilvægi sjálfboðaliðahópur sér til þess að hátíðargestir viti hvert þeir þurfa að komast, hvernig á að komast þangað, fylgjast með svæðum ásamt öryggisgæslu til þess að sjá til þess að allir séu öryggir, svara spurningum frá hátíðargestum og aðstoða þegar þess er þörf. Sjálfboðaliðar í þessum hóp þurfa að vera vinsamlegir, hjálpsamir og hafa hæfileika til að bregðast við mismunandi aðstæðum. Ef þörf er á gætir þú verið beðinn um að aðstoða aðra sjálfboðaliðahópa.

Vaktir: 2 x 8 tíma vaktir til þess að fá 3-daga hátíðarpassa. Ein dag og ein kvöldvakt.

Sjálfboðaliðabolur: Þarf ávallt að vera í á meðan á vakt stendur.

 

Aðstoðarmenn við listamenn

Sjálfboðaliðar í þessum hóp aðstoða starfsfólk Secret Solstice við að setja upp búningsherbergi, hjálpa listamönnum að komast á rétta staði og margvíslegt annað til að halda listamönnunum ánægðum. Það getur verið mikilð vinnálag á þessum hóp. Reynsla við umsjón listamanna eða þjónustu er æskileg fyrir þennan hóp.

Vaktir: 2 x 8 tíma vaktir til þess að fá 3-daga hátíðarpassa. Ein dag og ein kvöldvakt.

Sjálfboðaliðabolur: Þarf ávallt að vera í á meðan á vakt stendur.

 

Umsjónarmenn Endurvinnslu/Úrgangs

Þessi nauðsynlegi hópur hjálpar til við að halda svæðinu hreinu. Svo einfalt er það. Þetta starf er skemmtilegra en þú átt von á.

Vaktir: 2 x 8 tíma vaktir til þess að fá 3-daga hátíðarpassa. Ein dag og ein kvöldvakt.

Sjálfboðaliðabolur: Þarf ávallt að vera í á meðan á vakt stendur.

 

Aðstoðarmenn við listræna uppsetningu svæðið

Þessi frábæri sjálfboðaliðahópur sér til þess að Secret Solstice hátíðarsvæðið sé skreytt og líti sem best út. Þetta getur verið mikil vinna, langar vaktir og krefst þess að byggja upp og jafnvel lyfta þungum hlutum. Mjög gefandi og þú færð að starfa með Umsjónarmanni Listrænnar Uppsetningar. Það góða við þennan hóp era ð þú þarft ekkert að vinna á meðan á hátíðinni stendur.

Vaktir: (En ekki ákveðið)

 

Aðstoðarmenn Umsjónarmanna

Sjálfboðaliðar í þessum hóp hjálpa starfsfólki hátíðarinnar við margvísleg störf innan hátíðarinnar. Það verður nóg að gera og lítil hætta á að þér leiðist. Þú aðstoðar meðal annars Stjórnendur sviða og Umsjónarmenn Listamanna.

Vaktir: 2 x 8 tíma vaktir til þess að fá 3-daga hátíðarpassa. Ein dag og ein kvöldvakt.

Sjálfboðaliðabolur: Þarf ávallt að vera í á meðan á vakt stendur.

 

Aðstoðarmenn Uppbyggingar Á Svæði

Þessi sjálfboðaliðahópur þarf að vinna mikið fyrir eða eftir hátíð. Þú aðstoðar við við fjölda mismunandi verka við uppbyggingu á svæðinu og frágang eftir hátíð. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu ástandi fyrir þetta starf. Það góða við þetta starf er að þú færð að njóta hátíðarinnar í heild og ef þú ert tilbúinn að vinna meira getur þú boðið með vini eða þá tryggt þér V.I.P miða og ef allar vaktirnar þínar eru fyrir hátíð þarftu ekki að kaupa Sjálfboðaliðamiða!

Athugið: Þessi staða er aðallega hugsuð fyrir umsækjendur með lögheimili í Reykjavík þar sem við sjáum ekki fyrir gistingu fyrir 18.Júní og eftir 22.Júní

Vaktir: 3 x 8 tíma vaktir fyrir eða eftir hátíðina til þess að fá 3-daga hátíðarpassa. 6 x 8 tíma vaktir færa þér annað hvort 2 3-daga hátíðarpassa eða V.I.P-passa.

 

Aðstoðarmenn Sviðsstjóra

Langar þig að öðlast reynslu í Sviðsrekstri? Þá er þetta frábært tækifæri til að vinna með Sviðstjórunum okkar. Þú vinnur náið með sviðstjórum við að tengja búnað og breyta uppsetningu á sviðum á milli atriða. Þetta er kjörinn sjálfboðaliðahópur til þess að bæta á reynslu við sviðrekstur á og tæknilegu hliðina á að láta viðburði ganga vel. Til þess að geta fengið þessa stöðu þarftu að hafa fyrri reynslu á hljóðbúnaði eða ljósabúnaði.

Athugið: Upplýsingar um fyrri reynslu og helst ferilskrá er nauðsynleg til að fá þessa stöðu.

Vaktir: 2 x 8 tíma vaktir til þess að fá 3-daga hátíðarpassa. Ein dag og ein kvöldvakt.

Sjálfboðaliðabolur: Þarf ávallt að vera í á meðan á vakt stendur.

 

Yfirmenn Sjálfboðaliðahópa

Sjálfboðaliðar í þessum hóp hjá Umsjónarmönnum sjálfboðaliða á hátíðarsvæðinu. Þú þarft að fylgjast með öðrum sjálfboðaliðum, passa að allir séu á sínum stað og að sjálfboðaliðar séu ánægðir og að vinna gott starf. Þér er úthlutað sérstökum hóp sem þú sérð um. Þú þyrftr að mæta á skipulagsfund fyrir hátíðina til þess að kynna þér starfið.

Athugið: Þú færð meðmælabréf frá skipuleggjuendum með umsögn um starfið eftir að vöktum líkur

Vaktir: 2 vaktir sem gætu verið lengri en 8 tímar

Sjálfboðaliðabolur: Þarf ávallt að vera í á meðan á vakt stendur.

 

Stuðningsstarfsmenn Skipuleggjanda

Við erum að leita að 10 umsækjendum til þess að vinna beint með skipuleggjendum hátíðarinnar.

Á öðru ári hátíðarinnar erum við að leita að hóp af hörkuduglegu fólki til að koma og styðja við skipuleggjendur hátíðarinnar. Þessi staða er hugsuð fyrir umsækjendur sem vilja starfsreynslu og vilja fá reynslu af því að vinna með reyndu fagfólki í tónlistariðnaðinum. Þessi staða er einungis fyrir vinnusama einstaklinga með góða samskipta- og skipulagshæfileika. Þeir umsækjendur sem verða valdir vinna náið með lykilstarfsmönnum hátíðarinnar. Til þess að eiga möguleika á þessari stöðu þarftu að skila ferilskrá eða gefa okkur ítarlegar upplýsingar til þess að við getum metið hvort þú sért rétta manneskjan í starfið.

Þú færð Framleiðsluband á hátíðina. Eftir að starfsreynslu tímabilinu líkur ertu metinn af yfirmanninum þínum og færð skrifleg meðmæli til þess að setja í ferilskrá.

Það er aldrei að vita nema þetta geti leitt af sér fullt starf hjá hátíðinni.

Facebook Comments

Connect with Volunteer Info Icelandic on other media